„Þetta eru bara ákveðin tímamót. Ég er bara að leita nýrra tækifæra," segir Kristján Arason sem hættur er störfum hjá N1. Hann segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvað taki við hjá honum. Kristján hóf störf hjá N1 haustið 2010 og starfaði sem yfirmaður sölusviðs.

Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, segir  í samtali við Viðskiptablaðið að ástæðan fyrir því að Kristján láti af störfum vera endurskipulagningu í rekstri fyrirtækisins. „Við breyttum skipuritinu nýverið á þann veg að við skiptum rekstrinum í fyrirtækjasvið og einstaklingssvið. Kristján var undir sameiginlegu sölu og markaðssviði,“ segir Eggert en Ingunn Sveinsdóttir tók við sem yfirmaður einstaklingssviðs en Hinrik Bjarnason sem yfirmaður fyrirtækjasviðs.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Á m eðal efnis í Viðskiptablaðinu:

  • Björgólfur Thor ætlar ekki að láta plata sig tvisvar
  • Mörg hundruð milljóna króna verðmiði á Landsbankareitnum
  • Erlendir fjárfestar í meirihluta þeirra sem fara fjárfestingarleið Seðlabankans
  • Framkvæmdir hafnar á mörgum lóðum í Reykjavík
  • Ríkið eyðir tugum milljóna í listskreytingar
  • Kópavogsbær greiddi upp Vatnsendalán í fyrra
  • Þrír flokkar náðu ekki manni á þing en fá 100 milljónir frá skattgreiðendum
  • Kjósendur eru sjálfmiðaðri en áður
  • Guðlaug Kristjánsdóttir hjá BHM segir vinnuveitendur ekki hafa einkaleyfi á þjónustu launþega. Hún er í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu
  • Fellihýsin hækka meira í verði en tjaldvagnar og hjólhýsi
  • Bláa lónið stofnar ferðaskrifstofu
  • Nærmynd af frumkvöðlinum og þingmanninum Frosta Sigurjónssyni
  • Óðinn skrifar um eflingu hlutabréfamarkaðarins
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni skrifar um væntanlegan ráðherrakapal
  • Þá eru í blaðinu myndasíður, pistlar, það helsta úr VB sjónvarpi og margt, margt fleira