Ólafur Þ. Hauksson, sérstakur saksóknari, taldi embættinu ekki skylt að afhenda lögmanni tölvupóstsamskipti embættisins við Jóhannes Kr. Kristjánsson, fréttamann á Ríkisútvarpinu, sem óskað var eftir á grundvelli upplýsingalaga.

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál sagði í bréfi til sérstaks saksóknara að synji hann beiðni um aðgang að gögnunum skuli nefndinni afhent gögnin í trúnaði. Ekki var heldur orðið við því og þegar beiðnin var ítrekuð af úrskurðarnefnd nokkru síðar hafði póstunum verið eytt og öryggisafritun ekki til.

Þar sem gögnin voru ekki til gat úrskurðarnefndin ekki tekið afstöðu til málsins og varð að fella málið niður með úrskurði sem birtist 16. ágúst síðastliðinn.

Óskað var eftir tölvupóstum í tengslum við viðtal við Ólaf sem birtist í Kastljósi 12. desember 2011. Næstu daga á eftir birtist umfangsmikil umfjöllun Kastljóss um meinta markaðsmisnotkun bankanna fyrir hrun.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Á meðal efnis í blaðinu er:

  • Ólafur í Samskipum kynnir íslenska hestinn
  • Könnun: Flestir vilja lækka skuldir heimilanna
  • Hagvaxtarhorfur verri en áður var talið
  • Hlutafé fasteignafélagsins Eik aukið
  • Kröftugur bati á vinnumarkaði
  • Skipulagsbreytingar hjá Símanum
  • Vandræðagangur í Austurlöndum
  • Erlendir fjárfestar óttast óvissuna hér
  • Flóki Halldórsson hjá Stefni hefur áhyggjur af bólumyndun á hlutabréfamarkaði
  • Búist við góðri gæsaveiði í ár
  • Undirbúningur Reykjavíkurmaraþonsins
  • Nærmynd af Þórunni Sveinbjörnsdóttur
  • Sala á myndlist á netinu
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem nú veltir fyrir sér þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB.
  • Óðinn skrifar um lánveitendur til þrautavara
  • Þá eru í blaðinu myndasíður, pistlar, VB sjónvarp í vikunni og margt, margt fleira