Bandaríski leikarinn Sean Penn birti í gærkvöldi viðtal sitt við mexíkóska eiturlyfjabaróninn Joaquín Guzmán, betur þekktur sem „El Chapo“ en hann var handtekinn í vesturhluta Mexíkó í gær eftir að hafa strokið úr fangelsi fyrr á árinu. Þeir hittust í október síðastliðnum og áttu sjö klukkustunda langan fund í frumskógum Mexíkó.

Þeir héldu áfram samskiptum eftir viðtalið en heimildir herma að þarlend yfirvöld hafi vitað af fundi þeirra og að það hafi leitt þau að honum föstudaginn síðastliðinn.

„Ég dreifi meira af heróíni, metamfetamíni, kókaíni og maríjúana en nokkur maður í heiminum,“ sagði Guzmán í viðtali sínu við Penn. „Ég er með flota af kafbátum, flugvélum, vörubílum og bátum. “

Hægt er að lesa viðtalið á vefsíðu Rolling Stone .