Hlutabréf í bandaríska verslunarrisanum Sears hafa lækkað um 19% það sem af er degi eftir að samstæðan tilkynnti um lokun 120 verslana víðs vegar um Bandaríkin.

Sears rekur stórversalnir undir eigin nafni auk þess að reka hina þekktu K-Mart verslunarkeðju. Félagið hyggst loka bæði Sears og K-mart verslunum en ekki var tilkynnt nákvæmlega hvaða verslunum yrði lokað. Þó var tilkynnt að hafist yrði handa við að loka verslunum strax eftir áramót.

Í tilkynningu frá Sears kemur fram að sala verslunarsamstæðanna tveggja hafi verið mun minni er áætlanir gerðu ráð fyrir. Þannig hafa salan síðustu átta vikur fyrir jól minnkað um 4,4% hjá K-Mart og 6% hjá Sears.

Sears rekur 2.200 verslanir undir nöfnum Sears og K-Mart víðsvegar um Bandaríkin og Kanada.

Sears verslunarkeðjan í Bandaríkjunum.
Sears verslunarkeðjan í Bandaríkjunum.

Verslunin K-Mart í Bandaríkjunum.
Verslunin K-Mart í Bandaríkjunum.