Bandaríska verslunarfyrirtækið Sears Holdings Corp., sem er þriðja stærsta smásölufyrirtæki Bandaríkjanna, hefur greint frá því að Aylwin Lewis muni taka við forstjórastóli félagsins af Alan Lacy. Um leið og greint var frá forstjóraskiptunum var sagt frá því að stjórnarformaðurinn Edward Lampert muni taka virkari þátt í daglegri stjórn félagsins.

Þessar breytingar komu í kjölfar þess að Sears greindi frá því að hagnaður síðasta ársfjórðungs hefði verið lakari en gert var ráð fyrir. Hagnaðurinn nam 161 milljón dollara. Ekki er langt síðan Kmart Holding Corp. keypti deild úr Sears sem heitir Roebuck & Co. Afkoman á öðrum ársfjórðungi endurspeiglar minnkandi sölu hjá báðum keðjunum. Ekki skorti viðbrögð á wall Street og lækkuðu bréf félagsins um 9%.