Sænski bankinn SEB telur að vaxtalækkanir íslenska seðlabankans muni halda áfram og býst við annarri neyðarlækkun á borð við þá sem var ráðist var í gær.

Þetta kemur fram í umfjöllun Dow Jones-fréttaveitunnar.

Sérfræðingar bankans benda jafnframt á að íslensk stjórnvöld séu í viðræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Þeir segjast „vonast” til þess að íslensk stjórnvöld fái ekki eingöngu tæknilega ráðgjöf heldur einnig lánveitingu.