Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna rannsakar nú hvort að markaðsmisnotkun sé á bak við gott gengi „jarmhlutabréfa" (e. meme stocks) upp á síðkastið. Bloomberg greinir frá.

Í síðustu viku fjallaði Viðskiptablaðið um uppgang eins slíks jarmhlutabréfs, AMC kvikmyndahúsakeðjuna , en bréf félagsins hafa rúmlega tuttugufaldast í verði frá ársbyrjun þrátt fyrir gríðarlegt tap á síðasta ári. Miklar sveiflur og slæmar stoðir hafa einna helst einkennt jarmhlutabréf.

Sjá einnig: Bréf GameStop hækkuðu um 40%

Verðbréfaeftirlitið lítur málið alvarlegum augum en fjárfestar þessara bréfa gætu tapað miklu falli verð hlutabréfanna. Þá hefur Verðbréfaeftirlitið sagt að það sé að rannsaka hvort að markaðsmisnotkun hafi átt sér stað með hlutabréf GameStop í janúar á þessu ári og hvort að áhugafjárfestar hafi notað spjallborð líkt og WallStreetBets á Reddit til að blekkja aðra fjárfesta.