Securitas hefur keypt 30 prósenta hlut í þekkingar- og tæknifyrirtækinu ND á Íslandi. Kaupverðið er trúnaðarmál. ND á Íslandi hefur um árabil verið leiðandi í hönnun nýjustu tækni í skráningu á aksturslagi með svokölluðum ökuritum segir í tilkynningu.

Þar kemur einnig fram að með ökuritum ná rekstraraðilar að auka öryggi sinna ökutækja og minnka þannig slysahættu, auk þess sem aukin hagkvæmni næst í rekstri þeirra. Síðast en ekki síst má benda á að bætt nýting getur dregið verulega úr umhverfismengun ökutækja.

?Bæði félögin bjóða eftirlitsþjónustu til fyrirtækja og einstaklinga, annast tæknilegar útfærslur og ráðgjöf, ásamt þjónustueftirliti á eignum þeirra,? sagði Friðgeir Jónsson, framkvæmdastjóri ND, við undirritun samningsins við Securitas. Hann bætti því við að það væri sameiginlegt metnaðarmál félaganna að bjóða framúrskarandi þjónustu á sem breiðustum grundvelli og ná þannig fram jákvæðum samlegðaráhrifum.