Lamido Sanusi seðlabankastjóra Nígeríska seðlabankans hefur verið vikið úr starfi. Ástæðan er að sögn forsetans hirðuleysi og misferli í embætti. BBC greinir frá þessu.

Seðlabankastjórinn upplýsti fyrir skömmu að 20 milljarðar dala í olíutekjur hefðu horfið. Eru það um 2.300 milljarðar króna.

Ríkisolíufélag Nígeríu hefur neitað fullyrðingu seðlabankastjórans.

Að sögn BBC hefur Sanusi, sem hefur gegnt embættinu frá 2009, hefur notið almennrar virðingar í embætti. Tímaritið Banker útnefndi hann seðlabankastjóra ársins 2010.

Sanusi segir hefur upplýst að hann muni kæra ákvörðun forsetans.