Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, mun flytja ræðu í dag kl.14:00 á íslenskum tíma. Líkur er taldar á að hann tilkynni um aðgerðir til að örva bandaríska hagkerfið. Ró hefur verið yfir mörkuðum í morgun er fjárfestar bíða með eftirvæntingu eftir ræðu Ben Bernanke.

Ekki eru allir sammála að boðað verði til aðgerða. Deutche Bank hefur sagt að vegna aukinnar verðbólgu sé ólíkt að slaki verði aukinn í efnhagsmálum.

Einnig er von á endurmati á hagvexti á öðrum ársfjórðungi 2011 og er hræðsla við að tölurnar gætu orðið endurmetnar niður á við. Síðasta mat var uppá 1,3% hagvöxt en nú búast greiningaraðilar við 1,1% hagvexti á öðrum ársfjórðungi.