Seðlabankastjóri Evrópu, Jean-Claude Trichet, segir kreppuna á evrusvæðinu geta haft svipaðar afleiðingar og fall Lehman-bræðra bankans árið 2008 sem almennt er talið marka upphaf hrunsins og fjármálakreppunnar. Segir hann nauðsynlegt fyrir leiðtoga Evrópusambandsins að standa saman. Í yfirlýsingu sinni ítrekaði Trichet að Seðlabanki Evrópu myndi ekki skuldabréf þjóða sem lentu í greiðsluþroti. Ástæða þess er sú að trúverðugleiki bankans myndi rýrna og geta bankans til að bregðast við aðstæðum myndi takmarkast við skuldabréfakaup þeirra landa. Þá segir Jean-Claude Trichet að upp gæti komiði "Lehman-bræðra-staða" kaupi bankinn skuldabréf þjóða sem lentu í greiðsluþroti. Ýtir yfirlýsingin enn frekar á þrýstinginn fremur en að draga úr honum.

Varaforsætisráðherra Bretlands, Nick Clegg, óttast að nú blasi við önnur fjármálakreppa. Sagði hann í samtalið við BBC í gær að evru-kreppan gæti haft slæmar afleiðingar fyrir Bretland þótt evran væri ekki þeirra gjaldmiðill.

Næstkomandi fimmtudag munu leiðtogar Evrópusambandsins hittast á neyðarfundi. Þá mun björgunaráætlun fyrir Grikkland vera kynnt að fundi loknum. Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, er bjartsýn að sú áætlun takist. Takist hún hinsvegar ekki er talin hætta á að kreppan verði Spáni og Ítalíu að falli sem kæmi sér einstaklega illa fyrir Evrópusambandið. Frá þessu er greint á vefsíðu Rúv.