Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur ekki að greiðsla Seðlabankans til hans vegna málaferla um launamál hans í héraðsdómi og Hæstarétti séu skattskyld hlunnindi, að því er kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Viðskiptablaðsins. Hann hefur því ekki ekki greitt skatta af greiðslunni.

„Það hefur hingað til að ekki hvarflað að seðlabankastjóra að þetta séu skattskyld hlunnindi heldur kostnaður sem Seðlabankinn greiddi þar sem talið var að bankinn hefði einnig að því hagsmuni að útkljá málið fyrir dómi. Komist þar til bær yfirvöld að annarri niðurstöðu mun seðlabankastjóri auðvitað fara eftir því,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabankans.

Sérfræðingar í skattarétti, sem Viðskiptablaðið ræddi við vegna málsins, túlka málið þó á aðra lund en seðlabankastjóri og segja að um persónulegan kostnað Más sé að ræða. Honum beri því ekki aðeins að greiða tekjuskatt, heldur sé staðgreiðsluskylda á þeirri greiðslu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .