Ilmars Rimsevics, seðlabankastjóri Lettlands, var færður til yfirheyrslu hjá lögregluyfirvalda sem sérhæfa sig í spillingarmálum. Þá fór fram húsleit á skrifstofu seðlabankastjórans og á heimili hans að því er Reuters greinir frá.

Rimsevics var haldi í um átta klukkustundir en ástæða yfirheyrslunnar liggur ekki fyrir.  Rimsevics hefur verið seðlabankastjóri frá árinu 2001 og nefndarmaður í bankaráði Seðlabanka Evrópu frá árinu 2014.

Maris Kucinskis, forsætisráðherra Lettlands, sagði í yfirlýsingu að fjármálakerfi Lettlands stæði ekki ógn af málinu. Allt yrði gert til þess að starf Seðlabanka Lettlands gæti haldið áfram að sinna þeim verkefnum sem honum sé skylt og lagði áherslu á að halda þurfi rannsókn málsins áfram án afskipta utanaðkomandi aðila.

Dana Reizniece-Ozola, fjármálaráðherra Lettlands, hefur boðað til blaðamannafundar síðar í dag til að varpa frekara ljósi á málið.