Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri samdi um laun sín við ráðningu árið 2009 en kjararáð lækkaði síðar launin hans. Laun embættismanna máttu ekki vera hærri en laun forsætisráðherra en Már heldur því fram að beiting laganna afturvirk sé ólögmæt. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Mánaðarlaun Más eru í dag um 1,3 milljónir á mánuði.

Mál Más gegn Seðlabankanum fer fram í Héraðsdómi klukkan 14 í dag.