*

miðvikudagur, 8. júlí 2020
Innlent 21. júlí 2017 10:51

Seðlabankastjóri sveik loforð

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja furðar sig á að Seðlabankinn áfrýi úrskurði Héraðsdóms um niðurfellingu sektargreiðslna.

Ritstjórn
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir fantaskap Seðlabankastjóra hafa engin mörk

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur um að fella úr gildi sektarákvörðun Seðlabankans á hendur Samherja verður áfrýjað. Hefur frétt um áfrýjunina verið birt á vef bankans, þvert á persónulegt loforð Seðlabankastjóra, Más Guðmundssonar, til Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja um að hann yrði látinn vita fyrst.

„Hann sveik það loforð,“ segir Þorsteinn Már í samtali við Morgunblaðið, og telur þetta enn eina staðfestingu á illvilja Seðlabankans í garð félagsins og þeirra sem að því standa.

Málið þegar tekið fimm og hálft ár

Þorsteinn segist hafa vonað að málinu væri lokað með úrskurði Héraðsdóms, enda sé ekki hægt að búast við neinu öðru en niðurstaðan verði sú sama í Hæstarétti eftir skoðun lögfræðinga á dómnum. „Ég hef sagt að fantaskapur seðlabankastjóra hafi engin mörk. Það hefur reynst rétt,“ segir Þorsteinn Már.

„Dæmigert um slík vinnubrögð í dag er það að Seðlabankin hafði nítíu daga til að áfrýja málinu. Er liðnir voru áttatíu og níu dagar fæ ég upplýsingar, gegnum fjölmiðla, um að dómnum hafi verið áfrýjað til Hæstaréttar.“

Þorsteinn Már segist standa varnarlaus gagnvart yfirgangi Seðlabankans sem stjórnvalds. „Það er ekkert sem réttlætir það að áfrýja málinu til Hæstaréttar,“ segir Þorsteinn Már. „Gagnvart okkur, sem höfum staðið í þessu máli í fimm  og hálft ár, er þetta óskiljanlegt.“