Már Guðmundsson seðlabankastjóri var samtals 69 daga erlendis á síðasta ári vegna verkefna á vegum Seðlabankans. Alls var um að ræða fimmtán utanlandsferðir. Ferðakostnaður Seðlabankastjóra á árinu 2012 nam um 8,3 milljónum króna en um 10,6 milljónum ef ferðir Arnórs Sighvatssonar aðstoðarseðlabankastjóra eru taldar með. Kemur þetta fram í skriflegu svari bankans við fyrirspurn Viðskiptablaðsins.

Þar kemur fram að hluti af verkefnum Seðlabankastjóra sé að sækja reglulega ákveðna fundi á alþjóðlegum vettvangi. Í sumum tilvikum er mögulegt að senda aðstoðarseðlabankastjóra í stað seðlabankastjóra.

Meðal þeirra funda sem seðlabankastjóri sækir eru sex fundi seðlabankastjóra á vegum Alþjóðagreiðslubankans í Basel, tveir fundir á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fundir seðlabankstjóra og yfirmanna fjármálaeftirlita Norðurlanda og Eystrasaltslanda.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun.

Á meðal annars efnis í blaðinu er:


  • Umfjöllun um virði Samherja
  • Starfshópur um Íbúðalánasjóð vill að stofnaður verði heildsölubanki
  • Gríðarleg eftirspurn í hlutafjárútboð i VÍS
  • Hlutur kvenna á hlutabréfamarkaði minnkar
  • Hópur fjárfesta í hópmálsókn gegn Arion banka
  • Sveitarfélögin ýta fjárfestingarþörfinni inn í framtíðina
  • Fjallað um útgáfu skilyrts skuldabréfs Landsbankans og hlutabréfaeign starfsmanna
  • Margir óvissuþættir hafa áhrif á þjóðhagsspá Hagstofunnar
  • Serbíuviðskipti Íslendinga skilja eftir sig slóð dómsmála
  • Árni Hafstað, stofnandi brugghússins Gæðings, ræðir m.a. um samkeppnina í ítarlegu viðtali
  • Umfjöllun um íslensk fyrirtæki sem hafa skipt um nafn á undanförnum árum
  • Rætt er við listrænan stjórnanda Listahátíðar
  • Spekingar spá í það hvaða kostum þjóðarleiðtogar þurfa að vera búnir
  • Nýtt fyrirtæki hefur verið stofnað um upptöku og eftirvinnslu á myndefni
  • Nærmynd af Vilhjálmi Vilhjálmssyni, forstjóra HB Granda
  • Óðinn skrifar um áhrif skattastefnu á hagvöxt
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni skrifar um fríverslunarsamninga
  • Þá eru í blaðinu myndasíður, pistlar og margt, margt fleira