Peningastefnunefnd Seðlabanka Bandaríkjanna var með fund í gær en mikil spenna hefur verið fyrir fundinum. Seðlabankinn ákvað að hækka ekki stýrivexti og það var í samræmi við væntingar greiningaraðila.

Bankinn sendi þó frá sér aðeins hvassari skilaboð en áður sem þykir benda til þess að stýrivaxaxtahækkun verði fyrir áramót samkvæmt Morgunpósti IFS. Við ákvörðun og skilaboð bankans styrktist dollarinn og krafan á löngum skuldabrefum hækkaði. Hlutabréf lækkuðu fyrst en enduðu daginn með hærri en við upphaf markaða.

Greiningaraðila telja nú að um það bil helmings líkur séu á stýrivaxtahækkun í desember, en líkurnar voru 33% samkvæmt The Wall Street Journal . Háttsettir aðilar innan Seðlabankans hafa gefið út fjölda yfirlýsinga síðustu mánuði að þeir telji tími kominn á stýrivaxtahækkun en Seðlabankinn hefur þó hikað og sagt að efnahagurinn væri ekki nægilega sterkur.