Seðlabanki Bretlands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5% en tilkynnt var um ákvörðunina í morgun.

Bankinn sagði í rökstuðningi sínum að hófleg hækkun launavisitölu og lágt olíuverð væri að halda aftur af verðbólgu í landinu og því væri ekki tímabært að hækka stýrivexti. Samkvæmt nýjustu tölum var verðhjöðnun sem nemur 0,1% í Bretlandi, en verðbólgumarkmið bankans verður ekki náð fyrr en verðbólga er komin í 2%.

Gengi breska pundsins féll um 0,4% eftir að tilkynnt var um ákvörðun seðlabankans.