Seðlabanki Danmörkur hefur tilkynnt um hækkun stýrivaxta úr -0,75 í 0,65. Þetta er í fyrsta skipti í 20 mánuði sem seðlabankinn breytir stýrivöxtum.

Gengi dönsku krónunnar er tengt við evru og breytir bankinn stýrivöxtum til að jafna gengi gjaldmiðlanna. Samkvæmt frétt Borsen um hækkunina þá kemur þessi hækkun til vegna mikillar lækkunar gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans.

Þess má geta að peningastefnunefnd sænska seðlabankans ákvað á dögunum að heimila bankanum að grípa til aðgerða á markaðnum með sænsku krónuna. Aðgerðunum er ætlað að sporna á móti hraðri styrkingu sænsku krónunnar, en styrkingin kann að endurspegla mikið gjaldeyrisinnflæði til landsins. Ákvörðun danska seðlabankans er af öndverðum meiði, en hún er til þess fallin að auka innflæði gjaldeyris til Danmerkur.