Seðlabanki Englands (Bank of England), hækkaði hagvaxtarspá sína frá fyrri spá. Þeir spáðu 1,4% hagvexti á næsta ári, og hækkaði sú tala úr 0,8%. Árið 2018, spáir bankinn hins vegar 1,5% hagvexti og lækkar spá bankans fyrir það ár.

Bankinn reiknar með því að verðbólga þrefaldist upp í 2,7%. Seðlabankinn ákvað einnig að halda stýrivöxtum stöðugum í 0,25%. BBC fjallar ítarlega um málið.