Seðlabanki Englands, eða Bank of England, hefur ákveðið að opna sérstaka tölvuglæpadeild. Þannig mun bankinn hjálpa öðrum bönkum að byggja upp varnir gegn hökkurum.

Andrew Gracie, framkvæmdastjóri þróunar, kynnti nýju deildina í dag en til stendur að sameina leyniþjónustuaðferðir frá hinu opinbera og einkareknum öryggisfyrirtækjum til þess að efla varnirnar.

Í Telegraph er geint frá því að skýrsla um öryggismál sýni að hættan á tölvuglæpum hafi aldrei verið meiri en nú.