Peningastefnunefnd Seðlabanka Evrópu hefur hækkað stýrivexti á evrusvæðinu um 0,25%, úr 1,25% í 1,50%.

Markaðsaðilar gerðu ráð fyrir vaxtahækkun, en þetta er önnur vaxtahækkun bankans frá apríl eftir að hafa haldist óbreyttir frá júlí 2008 þegar fjármálakreppan hófst.

Verðbólga hefur farið hækkandi í Evrópu og mældist 2,7% á evrusvæðinu í júní. Markmið seðlabankans er að halda verðbólgu „lægri en nærri“ 2%.