Seðlabanki Evrópu tilkynnti í dag um 0,5 prósenta vaxtahækkun og eru st‎ýrivextir bankans nú á bilinu 2,5%-3,0%‏.

Þrátt fyrir óróa á fjármálamörkuðum í kjölfar falls Silicon Valley Bank og Singature Bank í Bandaríkjunum ákvað bankinn að halda sér við 50 punkta hækkun líkt og hann hefur varað við á undanförnum vikum.

Í yfirl‎ýsingu bankans var ‏þó ekki talað um að hann hyggist hækka vexti áfram til að ná tökum á verðbólgunni líkt og hann hefur gefið út við síðustu vaxtaákvarðanir. Það kunni að gefa til kynna að Seðlabanki Evrópu sé óviss um sín næstu skref.

Seðlabankinn sagðist vakta ‏‏þróun á fjármálamörkuðum og vera reiðubúinn til að bregðast við til að tryggja verð- og fjármálastöðugleika á evrusvæðinu.

Von er á vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna, Englandsbanka og Seðlabanka Íslands í næstu viku.