Evrópski Seðlabankinn hefur nú tilkynnt um stýrivaxtalækkun, en með henni hefur bankinn ýtt vöxtunum lægra en þeir hafa nokkru sinni verið fyrr. Þetta kemur fram á vef Bloomberg .

Lánakostnaður er áfram jákvæður, en embættismenn eru með þessu að reyna að koma í veg fyrir að verðbólga á evrusvæðinu, sem hefur verið mjög lág, verði föst í kringum núllmarkið.

25 manna stjórnarráðið sem hittist í Frankfurt í dag lækkaði stýrivextina um 10 punkta, sem gerir þá að -0,3%. Þetta er í takt við spár hagfræðinga sem spurðir voru í könnun Bloomberg fyrir skömmu síðan.

Magnbundin íhlutun til að halda uppi verðbólgu

Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu tilkynnti einnig um framlengingu áætlunar um magnbundna íhlutun bankans mun framlengjast um 6 mánuði, eða fram til  mars mánaðar árið 2017. Upphæð mánaðarlegar íhlutunar er óbreytt í 60 milljörðum evra. Íhlutunin mun nú í heildina nema einhverjum 1.500 milljarða evra, miðað við þá 1.100 sem hún átti upprunalega að vera.

Fjárfestar brugðust við yfirlýsingunum með því að hækka gengi Evrunnar um ríflega 2,6% í dag meðan hlutabréfa- og skuldabréfamarkaðir í álfunni lækkuðu.