Mario Draghi, formaður bankaráðs Seðlabanka Evrópu, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að bankinn hefði ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,05%. BBC News greinir frá.

Verðbólga á Evrusvæðinu fór niður í 0,3% í september og hefur það vakið nokkrar áhyggjur, en það er lægsta tala sem sést hefur í næstum fimm ár. Hvatti Draghi ríkisstjórnir á svæðinu að koma efnahagsmálum sínum í lag til þess að unnt væri að örva hagvöxt á svæðinu.