Indverski seðlabankinin ætlar að opna sjóði sína og kaupa ríkisskuldabréf af þarlendum bönkum og fjármálafyrirtækjum fyrir allt að 80 milljarða rúpía, jafnvirði rúmra 150 milljarða íslenskra króna, í því skyni að bæta lausafjárstöðu þeirra. Breska ríkisútvarpið ( BBC ) rifja upp að stutt sé síðan seðlabankinn hafi gripið til aðgerða í því skyni að koma í veg fyrir gengisfall gjaldmiðils landsins gagnvart öðrum myntum.

Blaðið bendir jafnframt á í umfjöllun um málið að Indverjar séu í erfiðri stöðu enda þurfi stjórnvöld að punga út háum fjárhæðum ætli þau að fjármagna sig á erlendum vettvangi. Álag á erlend skuldabréf ríkisins til 10 ára komin í 9,48%. Það hefur ekki verið hærra síðan árið 2001.