Seðlabanki Indlands hækkaði óvænt stýrivexti í gær. Með því vill bankinn reyna að slá á hátt verðlag á kosningaári sem nú er farið í hönd.

Stýrivextir voru hækkaðir úr 7,75% í 8%. Hagfræðingar bjuggust við því að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum. Heildsöluverðsvísitala í Indlandi, sem er notuð sem helsta vísbending um þróun verðlags þar, jókst um 6,16% í desember frá sama mánuði í fyrra.

Neysluverðsvísitalan, sem er helsti vísir um þróun verðlags í flestum ríkjum, hækkaði um 9,87% í desember.