Seðlabanki Japan ákvað á fundi sínum í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum. Á sama tíma birti lækkaði hann efnahagshorfur og hélt opnum þeim möguleika að hann myndi ráðast í frekari aðgerðir á næstu mánuðum.

Seðlabankinn hélt einnig magnbundnum íhlutunum sínum óbreyttum, þ.e. skuldabréfakaupum bankans. Þau nema nú 705 milljörðum Bandaríkjadala á ári, en þeim er ætlað að styðja við hagvöxt. Forsætisráðherra Japan, Shinzo Abe, hefur átt í erfileikum með að kveikja undir hagvexti í landinu, en sóknaráætlun hans virðist ekki ganga jafn vel og hann hafði vonast til. Seðlabankinn hóf útgáfu 10 ára skuldabréfa með neikvæða vexti, en Að mati Wall Street Journal þá er það örvæntingarfull og óvenjuleg aðgerð til að auka við hagvöxt.

Landsframleiðsla Japan drógst saman á síðasta ársfjórðungi og áætlanir gera ráð fyrir örlitlum hagvexti á þessum ársfjóðungi. Nikkei féll um 0,68% í viðskiptum dagsins eftir að bankinn gaf út efnahagsspá sína, en hún hækkaði í gær um 1,7%.