Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu hækkuðu við opnun markaða í dag og fylgdu þar hækkunum á Asískum mörkuðum. Hækkanir eru helst raktar til tilkynningar Seðlabankans í Japan um að draga úr aðhaldi peningastefnu sinnar og örva hagvöxt í landinu enn frekar. Bankinn ákvað að eyða hærri fjárhæðum í eignakaup og var sú aukning, alls tíu billjarðar jena, meiri en búist var við.

FTSE 100 vísitalan í London hækkaði um 0,2% við upphaf viðskipta í dag og DAX í Þýskalandi um 0,5%. Í Asíu hafa helstu vísitölur hækkað um rúmlega eitt prósent í dag.