Alan Bones sendiherra Kanada á Íslandi segir að Seðlabanki Kanada sé tilbúinn í formlegar viðræður um að Ísland taki upp Kanadadollar sem gjaldmiðil verði farið fram á slíkt. Er þetta haft eftir sendiherranum á Vísi.

Bones segir að hann hafi haft samband við Seðlabanka Kanada og látið bankann vita af þessum vangaveltum sem verið hafa hérlendis um upptöku dollarans. Þetta hafi Bones gert í framhaldi af því að hópur íslenskra viðskiptamanna bað hann um að kanna hvernig viðtökur slík málaleitan myndi hafa í Kanada.

Sendiherrann mun ávarpa ráðstefnu á vegum Framsóknarfélags Reykjavíkur á Grand Hótel á morgun, laugardag, sem ber yfirskrifina "Er annar gjaldmiðill lausnin?

Seðlabanki Kanada.
Seðlabanki Kanada.