Seðlabanki Þýskalands sagði í dag í nýrri mánaðarskýrslu sinni að hægt hefði á efnahagsbatanum í landinu.  Þetta kemur fram á vef WSJ.

Bankinn sagði að mikil eftirspurn væri eftir þýskum vörum og því er útlitið ágætt í þýskum iðnaði. Iðnframleiðsla jókst mikið á 4. ársfjórðungi síðasta árs en sem dæmi er mikil söluaukning hjá þýskum bílaframleiðendunum Mercedes Benz, BMW, VW og Porsche á tímabilinu.

Þrátt fyrir þetta telur seðlabankinn að hagtölur gefi vísbendingu um að hægt hafi á efnahagsbatanum.