Verkefnið „Rímur og rokk“ hlaut 900.000 króna styrk úr menningarjóði í nafni Jóhannesar Nordal. Sigríður Dóra Sverrisdóttir er höfundur verkefnisins. Þá hlaut Páll Valsson 600.000 króna styrk til ritunar bókar um ævi Bjarna Thorarensens. Tilkynnt var um styrkþega í gær, miðvikudaginn 18. apríl.

Seðlabanki Íslands stofnaði til menningarstyrks í nafni Jóhannesar í tilefni af 50 ára afmæli bankans á siðasta ári og þess að Þjóðhátíðarsjóður hefur lokið störfum eftir 35 ára starf. Alls bárust 39 styrkumsóknir og ákvað úthlutnarnefnd að veita tveimur fyrrnefndum umsækjendum styrk.

Formaður úthlutunarnefndar er Hildur Traustadóttir, fulltrúi í bankaráði Seðlabanka Íslands.