Saga Fjárfestingabanki tapaði 1,8 milljörðum króna í fyrra og hefur tapað 8,3 milljörðum króna frá árinu 2008. Tekjur bankans drógust saman um 250% í fyrra og nægðu ekki fyrir nema um þriðjungi af rekstargjöldum hans. Tekjurnar, 382 milljónir króna, dugðu ekki fyrir launum starfsmanna. Þetta kemur fram í ársreikningi Sögu Fjárfestingabanka.

Þá hefur Seðlabanki Íslands tekið yfir Hildu og við það eignast 10% hlut í Sögu Fjárfestingabanka. Auk þess er Seðlabankinn kominn með 19,6 milljarða króna ríkislánið sem Saga fékk í mars 2009 aftur í fangið. Eignir Hildu hafa rýrnað um að minnsta kosti 5 milljarða króna frá því að félagið var stofnað og því ljóst að Seðlabankinn, sem keypti ríkislánið aftur 2009, mun tapa miklu á félaginu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.