Ekki er von á verðbólguskoti þótt gengi krónunnar hafi veikst um meira en 10% frá áramótum gagnvart evru og dollar samkvæmt því sem fram kom á kynningarfundi vegna vaxtaákvörðunar Seðlabankans á miðvikudaginn . Þórarinn G. Pétursson, framkvæmdastjóri hagfræði- og peningastefnusviðs bankans, sagði að hugsanlega færi verðbólga aðeins yfir verðbólgumarkmið Seðlabankans en það yrði ekki mikið. „Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að verðbólga fari hér úr böndunum eins og gerst hefur í fortíðinni. Við munum passa upp á það,“ sagði Þórarinn.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði að nú væri kostur að Ísland væri sjálfstætt myntsvæði. Meðal annars væri hægt að lækka vexti og bindiskyldu. Smærri myntir væru að lækka álíka og krónan þar sem fjárfestar sæki í stærri myntir á óvissutímum. Samdráttur í efnahagslífinu og minni eftirspurn myndu halda aftur af verðbólgu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .