Vaxtafundur Seðlabanka Íslands
Vaxtafundur Seðlabanka Íslands
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Seðlabanki Íslands ætlar ekki að afhenda Samkeppniseftirlitinu gögn um útlán bankanna. Deilumál milli stofnananna fer fyrir dómstóla. Samkeppniseftirlitið lagði 1,5 milljóna króna dagsektir á Seðlabankann, eftir að bankinn neitaði að afhenda gögnin. Áfallnar dagsektir vegna málsins nema nú þegar yfir 10 milljónum króna.

Fréttastofa RÚV greindi frá ákvörðun Seðlabankans í hádegisfréttum. Seðlabankinn hafnaði upphaflega eftirlitinu um afhendingu gagna á þeim forsendum að trúnaðar- og þagnarskylda hvíldi á bankanum. Samkeppniseftirlitið brást við með að leggja á dagsektir en þeirri niðurstöðu var skotið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Nefndin úrskurðaði Samkeppniseftirlitinu í vil og því standa sektirnar.