Seðlabanki Íslands keypti erlendan gjaldeyri að andvirði 265 milljóna evra í júlí en bankinn keypti 83 milljónir evra á sama tíma í fyrra. Hlutdeild seðlabankans á gjaldeyrismarkaði í júlí var 61%.

Seðlabankinn keypti 816 milljónir evra fyrstu sjö mánuði ársins, jafnvirði um 120 milljarða króna, en var 340 milljónir evra á sama tíma í fyrra, jafnvirði 50 milljarða króna. Aukningin er 140% milli ára.

Ef ekki hefði komið til þessa miklu kaupa seðlabankans er víst að gengi krónunnar hefði styrkst verulega. Mikið innflæði gjaldeyris til landsins í sumar skýrist ekki síst af komu ferðamanna til landsins. Önnur ástæða er innstreymi vegna fjárfestinga.

Bankinn hefur leyft krónunni að styrkjast svolítið í sumar. Þann fyrsta júní stóð gengisvísitalan í 205,24 en stendur nú í 202,28. Krónan hreyfist nánast algjörlega í takt við evruna.

Gjaldeyrisvaraforðinn stækkar ekki

Gjaldeyrisvaraforðinn stækki verulega í júlí en minnkaði aftur verulega þegar ríkissjóður keypti upp eigin skuldabréf að andvirði um 380 milljón evra. Hins vegar er gjaldeyrisforðinn minna skuldsettur sem nemur uppgreiðslunni.

Seðlabankinn hefur ekki birt upplýsingar um stöðu gjaldeyrisforðans í lok júlí en hreinn gjaldeyrisforði um 120 milljarðar króna.