Vaxtafundur Seðlabanka Íslands
Vaxtafundur Seðlabanka Íslands
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Auglýst hafa verið laus til umsóknar þrjú störf í Seðlabanka Íslands. Um er að ræða störf lögfræðings í gjaldeyriseftirliti, sérfræðings í gjaldeyriseftirliti og verkefnastjóra á upplýsingasviði bankans. Áður voru auglýstar stöður framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika og framkvæmdastjóra greiðslukerfa.

Fjármálastöðugleiki er nýtt svið innan bankans. Á heimasíðu Seðlabankans kemur fram að megin viðfangsefni sviðsins felast í greiningu á fjármálakerfinu og þátttöku í mótun varúðarreglna fyrir fjármálakerfið. Sviðið tekur þátt í stefnumótun varðandi uppbyggingu fjármálakerfisins og varðandi markmið, tæki og skipulag fjármálastöðugleika á íslandi.

Tryggvi Pálsson á aðalfundi Landsbankans 2011.
Tryggvi Pálsson á aðalfundi Landsbankans 2011.
© BIG (VB MYND/BIG)
Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands, lætur af störfum 1. september næstkomandi, en hann tilkynnti um slíkt á kynningarfundi um Fjármálastöðugleika, rit Seðlabankans, í mars síðastliðnum. Þá sagðist Tryggvi ekki vita hvað tæki við. Hann hefur starfað fyrir Seðlabankann í tólf og hefur verið einn af æðstu mönnum bankans.