Ákveðið hefur verið að í stað þess að vaxtaákvörðun verði birt 7. nóvember í ár verði hún birt 14. nóvembe Tilkynnt er um breytinguna á vefsíðu Seðlabanka Íslands. Breytingin á einnig við um útgáfu Peningamála.

Jafnframt hefur verið ákveðið að vaxtaákvarðanir verði birtar á vef bankans hvern birtingardag klukkan 8:55. Þá verður síðara hefti ritsins Fjármálastöðugleiki í ár birt 5. október en ekki 28. nóvember.

Peningastefnunefnd tilkynnir næst um stýrivaxtaákvörðun sína á miðvikudaginn, 16. maí.