Seinna skrefið af tveimur í gjaldeyrisútboðum Seðlabanka Íslands er í dag og býðst bankinn til að kaupa 64 milljónir evra gegn greiðslum í ríkisverðbréfum í flokknum RIKS 30. Þetta kemur fram í greiningarefni IFS.

Seðlabankinn
Seðlabankinn
© BIG (VB MYND/BIG)
Hámarksverð í útboðinu verður 210 krónur fyrir hverja evru en tilboð yfir hámarksverði teljast ekki gild tilboð. Miðað við þær kvaðir sem settar eru í þessu útboði eru fáir aðrir fjárfestar en lífeyrissjóðir sem geta tekið þátt í því.