Á morgun mun Seðlabanki Íslands byrja að nota samskiptamiðilinn Twitter. Fyrstu tíst bankans munu fjalla um fyrstu vaxtaákvörðun ársins, auk þess sem ritið Peningamál kemur út í fyrsta sinn á árinu. Hægt er að fylgja bankanum á Twitter með því að smella á 'Follow' hnappinn við notandanafnið @sedlabanki_is .

Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um áður hafði Seðlabankinn stofnað til Twitter-aðgangs, en hann var læstur vegna þess að undirbúningur á útgáfu gegnum miðilinn stóð enn yfir. Opnað var fyrir áskrift að aðgangnum fyrir stuttu.

Þegar hafa ófáir tengst Seðlabankanum á Twitter, og þeir sem hafa þegar gert það munu þá fá tilkynningar bæði um vaxtaákvörðun peningastefnunefndar beint í fréttaveitu sína, auk þess sem bankinn mun gefa út stuttar ábendingar um efni í Peningamálum á miðlinum.

Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar verður birt á vef bankans og með fréttasendingum klukkan 8:55 á morgun, og Peningamál verður birt klukkan 9 á sama segi. Þá verður vefútsending birt þar sem grein verður frá rökum nefndarinnar að baki ákvörðunarinnar.