Verð á flestum hrávörum hefur hækkað að undanförnu og er ál þar engin undantekning. Í efnahagsspá Seðlabankans sem birt er í Peningamálum kemur fram að bankinn gerir nú ráð fyrir 14% hækkun álverðs á þessu ári en í spá bankans frá í nóvember er gert ráð fyrir 7% hækkun heimsmarkaðsverðs á áli.

Þessi hækkun álverðs og verðhækkun sjávarútvegsafurða, sem saman vega meira en hækkun á innfluttri hrávöru og olíu, eiga sinn þátt í að Seðlabankinn áætlar að viðskiptakjör muni áfram batna á næsta ári, en viðskiptakjör reyndust betri á liðnu ári en gert var ráð fyrir í síðustu spá.