Ekki var ástæða til að ætla að viðskipti Samherja og Ice Fresh Seafood við Seagold ltd. með þorskafurðir hafi farið fram á öðrum kjörum en almennt tíðkist í viðskiptum óskyldra aðila, að því er segir í niðurstöðu rannsóknar Seðlabanka Íslands á viðskiptum félaganna. Kemur þetta fram í grein Gústavs Baldvinssonar, framkvæmdastjóra Seagold, á vefsíðu Samherja.

Málið á uppruna sinn að rekja til húsleitar sem framkvæmd var á skrifstofu Samherja 27. mars 2012, en í henni var lagt hald á mikið magn gagna. Tilefnið voru útreikningar Seðlabankans sem sýndu fram á að Samherji hefði selt karfa til tengdra aðila á mun lægra verði en almennt gerðist í sambærilegum viðskiptum. Var Samherji með öðrum orðum grunaður um að skilja hagnað af karfaviðskiptum eftir í dótturfélögum erlendis og brjóta þar með ákvæði laga um skilaskyldu á gjaldeyri.

Í úrskurði héraðsdóms frá 15. maí 2012 voru útreikningar Seðlabankans gagnrýndir og sagði þar að aðferðin sem notuð var hafi falið í sér „veikleika í röksemdafærslu [Seðlabankans] við upphaf rannsóknarinnar“.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .