Útlit er fyrir að Eignasafn Seðlabankans (ESÍ) muni ríða horbikkju frá sölunni á bankanum FIH Erhversvbank í Danmörku. Kaupþing átti bankann og eignuðust bæði skilanefnd Kaupþings og Seðlabankans hann eftir bankahrun. Eigendurnir seldu hann til danskra og sænskra lífeyrissjóða og tryggingafélaga haustið 2010 fyrir fimm milljarða danskra króna, jafnvirði 112 milljarða íslenskra. Seðlabankinn veitti seljendalán upp á tæpa 70 milljarða.

Danskir fjölmiðlar fullyrða að til standi ýmist að skipta FIH upp og að Finansiel Stabilitet A/S, sem er í eigu danska ríkisins og gegnir svipuðu hlutverki og ESÍ, muni hugsanlega taka yfir fasteignalán bankans. Þar er um að ræða háar upphæðir eða andvirði 340 milljarða íslenskra króna. Afsláttur af lánasafninu kæmi fram í verri heimtum á seljendaláni Seðlabankans.

Gangi það eftir gæti 70 milljarða seljendalán Seðlabankans mögulega tapast að hluta eða öllu leyti. Nú þegar hafa 20-30 milljarðar af láninu verið afskrifaðir samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins.

Nánar er fjallað um lán Seðlabankans í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið.

Meðal annars efnis í Viðskiptablaðinu á morgun er:

  • Hagar eru að selja tískuvöruverslunina Oasis til fyrri eigenda
  • Lögbann á störf miðlara
  • Árni Oddur Þórðarson segir Marel á fleygiferð
  • Landsbankinn líklega næst á dagskrá hjá sérstökum saksóknara
  • Aldrei hafa fleiri erlend flugfélög flogið frá Íslandi
  • Kaupþing stefnir á nauðasamninga fyrir áramót
  • Landeigendur vilja náttúruauðlindir úr mannréttindakaflanum
  • Eignarhaldsfélag Keiluhallarinnar fellur
  • Ítarlegt viðtal við Björn Óla Hauksson, forstjóra Keflavíkurflugvallar
  • Ástráður Haraldsson: Komminn sem varð ríkur
  • Formúlan á Akureyri keyrir í þrot
  • Allt um nýjustu strauma og stefnur
  • Hvað gerir tæknifyrirtækið Videntifier Technologies?
  • Óðinn fjallar um Seðlabankann, gjaldeyrishöftin og óvinina
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað og Týr sem fjallar um Geir Jón og Álfheiði
  • Dægurmál, markaðsmál, þjóðmál og fólk á sínum stað
  • Myndasíður, umræður og pistlar um Samkeppniseftirlitið, skráningar fyrirtækja í Kauphöll og margt fleira...