Seðlabanki Íslands greip aftur inn í á gjaldeyrismarkaði í síðustu viku til að sporna gegn of mikilli veikingu íslensku krónunnar. Á síðastliðinn þriðjudag seldi bankinn evrur sem samsvarar 1,1 milljarð íslenskra króna samkvæmt yfirliti hagfræðideildar Landsbankans . Krónan veiktist um 3,08% síðastliðinn þriðjudag og þarf að fara aftur til ársins 2009 til að finna álíka veikingu á einum degi.

Þetta er ekki eina skiptið á þessu ári sem Seðlabankinn hefur brugðist við veikingu krónunnar. Í júnímánuði seldi bankinn um 30 milljónir evra sem samsvarar 3,5 milljörðum króna. Var þetta einungis í þriðja skiptið á þessu ári sem bankinn selur erlendan gjaldeyri.