Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur og verða meginvextir bankans því 6%.

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að gert sé ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali 9,4% á síðasta ársfjórðungi en taki svo að hjaðna á næsta ári og verði um 4,5% á síðasta ársfjórðungi. Þá hafi gengi krónunnar lækkað frá síðasta fundi nefndarinnar.

Einnig er vísað til þess að verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hafi lækkað nokkuð og vísbendingar séu um að kjölfesta verðbólguvæntinga hafi veikst, sem geti haft áhrif á þann tíma sem tekur að ná verðbólgu í markmið.

Horfur séu um hraðari vöxt innlendrar eftirspurnar en áður hafði verið spáð. Þannig hafi hagvaxtarhorfur fyrir næsta ár batnað og er nú spáð 2,8% hagvexti í stað 1,9% í ágúst.