Samkvæmt áætlunum um opinber fjármál mun verða afgangur í rekstri hins opinbera á næsta ári og hlutfall skulda af landsframleiðslu halda áfram að lækka. Þessar áætlanir byggjast hins vegar á tekjuforsendum sem, sumar hverjar, eru háðar mikilli óvissu. Þetta kemur fram í Peningamálum sem Seðlabanki Íslands birti nú fyrir stundu.

Á sama tíma er miki útgjaldaþrýstingur vegna nýafstaðinna þingkosninga að mati bankans. Staða Íbúðalánasjóðs er á sama tíma viðsjárverð og kallar líklega á frekari fjárframlög úr ríkissjóði. Töluverð óvissa er því um horfur í opinberum fjármálum og hætta á að farið verði út af sporinu við að rétta af fjárhag hins opinbera eins og það er orðað í riti bankans. Þetta telur bankinn afar varhugarvert og hætt við að myndi setja losun fjármagnshafta ú uppnám og kalla á frekara peningalegt aðhald.

Launahækkanir eru ekki það miklar að þær stefni hjöðnun verðbólgu í voða á meðan gengi helst stöðugt. Um þessa forsendu er hins vegar veruleg óvissa segir bankinn vegna háværa radda um nauðsyn „leiðréttingar" hlutfallslegra launa fjölda starfsstétta.