*

fimmtudagur, 4. júní 2020
Innlent 14. janúar 2020 08:24

Seðlabankinn hafi brotið jafnréttislög

SÍ braut, að mati kærunefndar jafnréttismála, jafnréttislög þegar Stefán Rafn Sigurbjörnsson var ráðinn upplýsingafulltrúi bankans.

Ritstjórn
Stefán Rafn Sigurbjörnsson.
Haraldur Guðjónsson

Seðlabanki Íslands braut, að mati kærunefndar jafnréttismála, jafnréttislög þegar Stefán Rafn Sigurbjörnsson var ráðinn í stöðu upplýsingafulltrúa bankans síðastliðið sumar. Það var dagskrárgerðar- og blaðamaðurinn Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir sem kærði ráðninguna.

Í úrskurði kærunefndarinnar segir að nægar líkur hafi verið leiddar að því að Gunnhildi hafi verið mismunað á grundvelli kyns er ráðið var í stöðu upplýsingafulltrúa. Jafnframt hafi Seðlabankinn ekki sýnt fram á að Stefán hafi staðið Gunnhildi framar við ráðningu í starfið.