Hrein gjaldeyriskaup Seðlabankans á innlendum gjaldeyrismarkaði hafa numið um 46 milljörðum króna það sem af er þessu ári. Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndar sem birtist í dag á vef Seðlabankans.

Það er talsvert meira en á sama tímabili árið 2014. Seðlabankinn tilkynnti 11 júní í fyrra að hrein gjaldeyriskaup bankans hafi numið 222 milljónum evra eða sem samsvarar 34,5 milljörðum króna frá áramótum.

Mun meira verðmæti af útflutningi

Fyrstu fjóra mánuði ársins jókst verðmæti útflutnings um 28% frá sama tíma í fyrra. Vöxtur útflutnings skýrist að mestu leyti af auknu verðmæti iðnaðarvara og sjávarafurða.

Innflutningur hefur einnig vaxið mikið eða um en verðmæti innflutnings um 22%. Skýrist hann helst af  innfluttum flutningatækjum, einkum flugvéla, en innflutningur á hrá- og rekstrarvörum hefur einnig aukist mikið.