Skiptar skoðanir hafa verið um hver næstu skref eiga að vera varðandi nauðasamninga þrotabúa gömlu bankanna. Fulltrúar kröfuhafa hafa sagt samningana fara saman við hagsmuni íslenska þjóðarbúsins og telja samþykkt mikilvægan þátt í lausn á aflandskrónuvandanum. Aðrir hafa sagt Seðlabankann þurfa að stöðva nauðasamningana þar sem þeir gætu ógnað gengisstöðugleika.

Katrín Júlíusdóttir segir verkfæri seðlabankans í þessu samhengi mikilvægt og telur að jafnvel megi styrkja.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.