Seðlabanki Íslands hefur haldið áfram að kaupa gjaldeyri af miklum móð í febrúar. Bankinn keypti gjaldeyri fyrir yfir tíu milljarða króna í janúar en hefur nú þegar náð þeirri upphæð í febrúar.

Eftir fyrstu tuttugu dagana í febrúar var bankinn búinn að kaupa gjaldeyri fyrir alls 10,7 milljarða króna. Bankinn hefur að undanförnu keypt mikið af gjaldeyri á gjaldeyrismarkaði en í desember keypti hann einnig gjaldeyri fyrir yfir fimm milljarða króna og 10,6 milljarða í desember.

Samtals hefur bankinn því keypt gjaldeyri fyrir yfir 26 milljarða króna á undanförnum þremur mánuðum. Slík umsvif hafa ekki sést síðan í desember 2010 þegar bankinn keypti gjaldeyri fyrir yfir 25 milljarða króna.